Hver einasta sígaretta veldur þér skaða, en hvað með áfengið?

Jukk

Af hverju í ósköpunum er ekki sagt það sama um áfengi? Áfengi er svo miklu hættulegra en tóbak. Áhrif af neyslu áfengis á hjarta, heila, tilfinningar, persónuleika, dómgreind, fjölskyldubönd, vináttutengsl, atvinnu, fjárhag og eignir eru óumdeild hefði ég haldið?

Af hverju er ekki opinberlega varað við þeirri hættu að búa með virkum alkóhólista? Það vita allir að það er ekki hægt. Það leiðir fjölskylduna beint í glötun.

Af hverju er mönnum leyft að efna til samkvæma inni á heimilum þar sem vín er haft um hönd og lítil börn eru til staðar? Skapbræði, óþolinmæði og dómgreindarskortur drukkins fólks bitnar á smábörnunum og þau bíða þess seint bætur.

Af hverju er ekki sagt blákalt "Hver sopi af áfengi er skaðlegur"? Sé það rétt fyrir tóbak að hver sígaretta sé skaðleg, þá er ég ansi hræddur um að að sama gildi um vínið, sem er svo miklu meiri skaðvaldur í þjóðfélaginu, bæði fyrir einstaklinginn og svo hinn sem þarf að búa við drykkjuna og einnig þjóðfélagið í heild, samanber til dæmis öll slysin sem orsakast af áfengisneyslu.

Af hverju er ekki virtur réttur þeirra sem ekki drekka? Þeir verða fyrir miklum skaðlegum áhrifum af að umgangast fólk sem drekkur. Samkvæmt athugunum á Vogi eru 6 einstaklingar sjúkir af meðvirkni að meðaltali í kringum hvern alkóhólista sem kemur þar inn til meðferðar. Þetta tjáði ráðgjafi þar mér. Á þetta fólk engan rétt?

Meðvirkni er mjög alvarlegur sjúkdómur og ekki betri en alkóhólismi. EIn vinkona mín varð um tíma blind og missti mátt í fótum vegna meðvirkni. Hún var flutt akút á meðferðarstofnun en ekki venjulegan spítala og náði sér þar í prógrammi með alkóhólistum. Flestir meðvirklar vita ekki af því samt að þeir séu sjúkir, rétt eins og alkóhólistar vita ekki af sínum sjúkdómi og vilja ekki vita af honum. Eiga meðvirklar, sem eru jú fórnarlömb óbeinnar drykkju rétt eins og fólk sem ekki reykir er fórnarlömb óbeinnar reykinga, þá engan rétt?

Er ekki kominn tími til að kalla hlutina sínum réttu nöfnum gagnvart áfengi líka? Minnumst þess að fyrir 40 árum eða svo var maður kallaður ofstækisfullur ef maður gerði athugasemdir við framkomu reykingamanna, meira að segja ef þeir púuðu beint framan í mann. Sagt var við mann. Af hverju ertu þá að halda þig hér ef þér líka ekki reykingar.

Nú voga reykingamenn sér ekki að taka upp sígarettu innan dyra eða í návist annarra nema spyrja og meira að segja fara sjálfkrafa þegjandi og hljóðalaust út fyrir dyr ef þeir þurfa að reykja. Það er mikil breyting í tillitssemi.

Það sama á ekki við um áfengi. Guðaveigar lífga ennþá sálaryl. Sá sem leyfir sér að segja að það sé hættulegt að drekka áfengi er stimplaður oftækismaður og afgreiddur út úr umræðunni. Alveg eins og var áður með tóbakið. Áfengisveitingar í veislum þykja sjálfsögð kurteisi. Flestir drekka jú, og nördarnir sem ekki gera það fá vorkunnaraugnaráð og vökva í glasi sem líkist áfengi til þess að þeir séu ekki útundan og svona áberandi.

Móðir mín, sem ekki reykti, taldi það líka skildu sína og sjálfsagða kurteisi að kaupa sígarettur fyrir veislur og taka þær úr pökkanum og setja í glas í gluggakisturnar til þess að gestirnir gætu gætt sér á þeim eftir þörfum.

Af hverju eru auglýsendur áfengis ekki hundeltir og lögsóttir? Af hverju taka menn sig ekki saman of auglýsa gegn þeim í sama mæli og þeir auglýsa.

Af hverju eru unglingar sem drekka ekki látnir sæta ábyrgð? Það er þó klárlega bannað að þeir neyti áfengis undir 20 ára aldri.

Svona mætti lengi spyrja. Við erum ekki að ná neinum árangri í barátunni með þeirri linkind og umburðarlyndi með áfengisneyslu sem sýnd er í dag tel ég. Það er einmitt helsti vandinn Umburðarlyndi með áfengisneyslu. Svei. Áfenginu er aldrei kennt um þegar illa fer. Það er persónan sjálf sem neytir áfengis eða aðstæður sem hafa ráðið því að illa fór, áfengið er ekki nefnt.

Til samanburðar er það núna tóbakið sem veldur því að menn fá lungnakrabba en ekki veiklunda geð reykingamannsins eða erfiðar heimilisaðstæður. Það mátti samt ekki segja að tóbakið væri skaðvaldurinn fyrir 40 árum. Þá hefði maður verðið lögsóttur fyrir að fara með staðlausa stafi.

Getum við eitthvað breytt þessari stöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 11302

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband