Hvernig maður þekkir úr alkóhólista

Hann ólst upp í smábæ á Norðurlandi þar sem aldrei voru til kardimommudropar í búðinni því mamma hans drakk þá alltaf. Þetta var hans uppeldi.

Hann byrjaði að drekka eins og aðrir unglingar við 14-15 ára aldur. Þannig er það búið að vera lengi hér á landi. Þegar hann var um það bil 18 ára var hann kominn með áhyggjur af drykkju sinni og var löngu farinn að vilja hætta. Hann vann í frystihúsi staðarins og einn daginn, það var á þriðjudegi, þá stóð hann upp í kaffitíma og í borðsalnum og tilkynnti hátt og snjallt að hann væri hættur að drekka. Hann trúði því meira að segja sjálfur.

Svo vann hann alla vikuna í frystihúsinu og það var bara voða gaman og hugsaði ekki meira um málið. Á fimmtudegi kl 5.45 (vínbúðir loka kl 6) þá fær hann þá hugmynd að hann eigi ekkert áfengi fyrir helgina og það er meira að segja engin vínbúð á staðnum. Hann fer þá að pæla í því hvernig hann eigi að ná sér í vín fyrir helgina. Allt í einu uppgötvar hann að það er alls ekki fimmtudagur heldur föstudagur, og vínbúðin lokar eftir 15 mín og það eru 65 km í hana og hún er alls ekki opin á laugardögum.

Nú eru góð ráð dýr. Hann er búinn að steingleyma því að hann sagðist vera hættur að drekka og hann langar í raun alls ekki í vín. Það er ekki það sem rekur hann áfram. Heldur hræðslan við að eiga ekki vín.

Holiday

Alkóhólistar (og hann vissi ekki þá að hann væri það) deyja aldrei ráðalausir ef þá vantar vín. Hann greip símaskrána og byrjaði á A og hringdi í menn koll af kolli í stafrófsröð í bænum þar sem næsta vínbúð var þótt hann þekkti þá ekki neitt og bað þá um að fara fyrir sig í ríkið og kaupa vín. Eftir að hafa hringt í nokkra menn án árangurs fann hann einn sem lofaði að fara fyrir hann í ríkið.

Og það voru bara 15 mín í allt sem hann hafði til að redda þessu, hugsum um það!

Næst stimplar hann sig út í vinnunni og brennir í bæinn til að sækja vínið. Á leiðinni fer hann að hugsa um það að þessi maður muni nú líklega svíkja hann eða ekki takast að ná í ríkið fyrir kl 6. Hvað gerir minn maður þá? Hann þekkti engan í sveitinni í kring sem seldi landa. Hvert ætti hann að leita. Svo hann byrjar að leita og þegar hann er kominn inn á bæinn þá er hann kominn með 2 lítra af landa. Maðurinn sem lofaði að kaupa fyrir hann vín stóð við sitt og vínið beið eftir honum þar.

En hann ætlaði aldrei á fyllerí.

Svona er geðveiki alkóhólismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sérhver mínúta er dýrmæt sem flaskan stendur óátekin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 11297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband