Áfengi drepur

Loksins kom að því! Finnar hafa tekið á sig rögg og ætla nú að merkja allt áfengi sérstakalega og vara við hættunni af neyslu þess. Samanber þessa frétt á ruv.is.

--
Fyrst birt: 21.09.2007 20:41
Finnar varaðir við skaðsemi áfengis

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að láta líma viðvörunarmiða á áfengisflöskur, svipað og gert er við sígarettupakka. Miðana skal líma á flöskur með sterku áfengi, léttvínum og bjór. Þar eiga að koma fram á finnsku og sænsku upplýsingar um skaðann sem áfengisneysla getur valdið.

Heilbrigðisráðherra Finnlands segir að stefnt sé að því að byrja að líma viðvörunarmiðana á áfengisflöskur árið 2009. Ástæðan fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar er sú að samkvæmt nýrri skýrslu er áfengi og áfengisneysla ástæðan fyrir flestum dauðsföllum í Finnlandi.

 --

Brennivin-breytt

Íslendingar eru líka svolítið að ranka við sér, kannski er það mikið að þakka hinum röggsama nýja lögreglustjóra í Reykjavík.

Ólætin í miðbænum um helgar tengjast merkilegt nokk áfengisneyslu.Menn eru svona að uppgötva það og melta. Hins vegar eru menn almennt ekki búnir að hugsa þá hugsun til enda hvers konar fólk það er sem er að "skemmta" sér fram til 5 á morgnana eða lengur.

Okkur hefur ekki enn dottið í hug að það séu kannski alkóhólistar eða góð efni í alkóhólista. Það er nefnilega svo merkilegt að hófdrykkjumenn (sem við öll viljum vera) mega ekki drekka meira en 2 bjóra á dag og alls ekki á stuttum tíma og alls ekki þannig að menn finni á sér, samt er það það sem menn sækjast í eingöngu.

Meira en 2 bjórar, þá eru menn komnir yfir strikið. Þá er þetta ekki lengur hófdrykkja. Hve margir af þeim sem eru í miðbænum um miðja nótt falla í hóp hófdrykkjumanna?

Ef við komumst að því að það séu kannski ekki svo margir og að menn drekki yfirleitt mun meira en þetta þegar þeir eru úti á lífinu að "skemmta" sér. Þá erum við líka að segja um leið að þessir menn og konur séu að drekka sér til skaða, Það er viðmiðunin okkar sem er röng.

Það er búið að innprenta okkur að við eigum að drekka mikið og lengi, kannski frá 10 að kvöldi til 6 að morgni, þá sé fyrst hægt að segja að maður hafi farið út að skemmta sér. Það eu innflytjendur áfengis og brynningarmeistararnir sem innprenta okkur þetta, þeir hafa þá hagsmuni eina að leiðarljósi að ná sem mestu fé af okkur.

Sjá grein um skilgreiningu á hófdrykkju hér að framan - Hvað er hófleg neysla áfengis? - Ég sem þetta rita samdi ekki þessa skilgreiningu heldur er hún upp úr bandarískum og breskum leiðbeiningum um þetta efni eins og sést á tilvitnunum í greininni.

 Hugsum um þetta. Viljum við fara sömu leið og Finnar?


Að sjóða egg í alkóhóli

Meðan ungur ég var og ég áfengi drakk
voru ánægjustundir míns lífs.
Hverja einustu me..u ég hengdi á minn klakk
hafði krónu til skeiðar og hnífs.

Svona söng ég á ungdómsárum mínum og líf mitt var eftir því.

Með tímanum eignaðist ég svo merkilegt nokk góða konu sem var mér ljúf og eftirlát en ég breytti ekki lífsmunstrinu samt því miður. Þegar hún stóð sig að því að vera farin að ræna fyrir mig einu kökudropaglasi af hreinum spíra á hverjum degi sem ég blandaði svo út í bjór og kallaði sterkan bjór. (Þetta var fyrir 1989) þá blöskraði henni og hún hætti því og sagði við mig.

Hvernig geturðu drukkið þennan andskota. Ég nota þetta sem þvottefni. Ég nota þetta til að þvo mítókondríurnar mínar. (Hún var líffræðingur) Þetta leysir upp á þér heilabúið og það verður bara grautur.

Mér þótti það kaldranalegt að segja svona við mig. Ég var bara að skemmta mér og slaka á, en man þetta alltaf síðan samt sem hún sagði.

Núna um daginn rakst ég svo á hreinsilög sem er 99% áfengi einmitt. Svo þetta er þá tilfellið! Áfengi má nota sem þvottaefni líka! Ég sem var að vona að konan hefði bara verið að hræða mig. Ef áfengi er þvottaefni eins og konan mín sagði er það þá kannski líka satt að það leysi upp á mér heilabúið?

 

alkohol

 

Best að gera smá tilraun. Í stað heila ætla ég að nota egg. Egg og alkóhól. Hvernig fer það saman?

Ef eggið verður fyrir skaða má reikna með að heilinn verði ekki fyrir minni skaða. Ef eitthvað er, er hann viðkvæmari en eggið. 

Eg stillti upp tilrauninni.

 


 

 1. Egg, 99% áfengi og skál.

 Næst hellti ég áfengi í skálina. Braut eggið svo út í skálina.

 


 

 2. Eggið er komið út í áfengið í skálinni. Takið eftir hvernig það er komin hvít slikja á eggið strax. Það er byrjað að soðna!

Nú er beðið í eina klukkustund.

 

egg4

 

 3. Eggið er soðið og tilbúið til átu.

 

 Hvað þetta kennir mér?

Ég ætla ekki að drekka áfengið í skálinni.

 

Hvað með þig?


Árangur Finna af lækkun áfengisgjalds í 3 ár

Í Mbl birtist þessi frétt 2004:

Erlent | AFP | 19.2.2004 | 14:51
Áfengisgjald lækkað í Finnlandi um mánaðamótin


Alko, áfengiseinkasala Finnlands, ætlar að láta ganga á birgðir sínar næstu daga til að spara tollagreiðslur en 1. mars verður áfengisgjald á sterku áfengi lækkað að jafnaði um 33%. Það sama er að segja um ýmsa veitingastaði sem hafa ákveðið að kaupa ekki nýjar birgðir fyrir mánaðamót.

„Við ætlum ekki að tæma verslanirnar en ætlum að hafa eins litlar birgðir og mögulegt er til að draga úr kostnaði," sagði Kari Pennanen, sem stýrir neytendaþjónustu Alko.

Útsöluverð á sterku áfengi mun að jafnaði lækka um 22% þann 1. mars og verð á léttu víni og bjór mun lækka um 7.-10%. En verð á vinsælu finnsku vodka, sem nú kostar 15,50 evrur flaskan, mun hins vegar lækka um allt að 36%.

Birgjar og áfengisverksmiðjur hafa mikinn viðbúnað fyrir 1. mars og áforma að hefja að dreifa ódýra áfenginu þegar á miðnætti enda er búist við mikilli sölu. „Þetta verður eins og jólin og áramótin hjá okkur," hefur Helsingin Sanomat eftir Marja Virta, dreifingarstjóra hjá Altia brugghúsinu.

Áfengisskatturinn verður lækkaður til að stemma stigu við „áfengisferðamennsku" til nágrannalandsins Eistlands en þar er verð á áfengi um helmingi lægra en í Finnlandi.

--- 

Svo líða 3 ár og 4 ágúst í ár birtist svo árangurinn í Fréttablaðinu sem er svona:

--- 

Drykkjan fellir flesta Finna

helsinki, ap Ofdrykkja er orðin helsta dauðaorsök finnskra karlmanna á aldrinum 15 til 64 ára. Sautján prósent allra sem látast á þessu aldursskeiði hafa drukkið sig til dauða.


Ofdrykkja er einnig önnur tveggja helstu dauðaorsaka finnskra kvenna. Rúm tíu prósent þeirra eru lögð að velli af Bakkusi, svipaður fjöldi og verður undir í baráttu við brjóstakrabba. Finnska ríkisstjórnin hyggst bregðast við þessu með skattahækkunum.

Áfengisgjöld Finna verða hækkuð um 10 til 15 prósent á næsta ári og verður mest lagt á sterkt áfengi.

Árið 2004 voru gjöldin lækkuð um fjörutíu prósent til að bregðast við ásókn Finna í áfengiskaupaferðir til Rússlands og Eistlands, þar sem áfengi fæst ódýrt.

Lögregluyfirvöld hafa síðan greint frá aukinni ölvun á almannafæri og andfélagslegri hegðun.

Heilbrigðisyfirvöld bera skattalækkuninni ekki heldur góða söguna og hefur kostnaður vegna áfengistengdra heilbrigðiskvilla aukist um 14 prósent. Hann er nú 73 milljarðar króna. - kóþ


Getum við enn varið það að lækka áfengisgjald hér eins og rætt hefur verið um?


Eigum við að lækka áfengisgjaldið?

Allnokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um það hvort við eigum að lækka áfengisgjaldið.

Ég klippti hér út niðurstöðurnar úr skýrslunni sem skrifuð var fyrir European Commission áfengissölu og áfengisnotkun í löndum Efnahagsbandalagsins.

Þetta eru bara 2 síður svo það er auðvelt að lesa þær, en mér sýnist sjónarmiðin og niðurstöðurnar sem þar koma fram stangast verulega á við þau sjónarmið sem komu fram í umræðunni meðal annars frá Ágústi Ólafi Águstssyni varaformanni Samfylkingarinnar og Ólafi Stephensen ritstjóra á Blaðinu.

Hér er líka linkur á skýrsluna alla ef menn vilja lesa hana. Athugum í hvaða samhengi þessi skýrsla er gerð. og ég bið menn að taka eftir því hve alvarleg og ábyrg þessi umfjöllun er öll og hve það stingur í stúf við umræðuna hér á klakanum.

http://ec.europa.eu/health-eu/news_alcoholineurope_en.htm


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað er hófleg neysla áfengis?

Það er útbreidd skoðun meðal almennings að langflestir geti drukkið vín sér til ánægju og hátíðarbrigða og án skaða fyrir sig eða umhverfi sitt.

Þetta sama fólk trúir því gjarnan að lítill hluti borgaranna, kannski 10 - 15 %, kunni ekki að fara með vín og neyti þess í óhófi sér og öðrum til skaða.

Menn vilja með þessum rökum beina athyglinni að þeim hópi neytenda áfengis sem eru í ofneyslu og hjálpa þeim til að hætta neyslu og hjálpa þeim til að ná bata. Einnig vilja menn auka forvarnir, en hvað átt er við með þeim er því miður næsta þokukennt eða óskilgreint með öllu, en það er þó mikið notað slagorð.

Við skulum nú skoða hvað sé talin hófleg neysla. Í Bandaríkjunum er hófleg neysla áfengis talin vera 24g af hreinu áfengi á dag fyrir karlmann en 12g fyrir konur. Þetta er sú neysla sem ráðlögð er sem hámark á dag til jafnaðar. Neysla umfram þetta mark er talin skaðleg bæði andlegri og líkamlegri heilsu manna. Einnig er eindregið ráðlagt frá því að safna upp ráðlögðum skammti og neyta hans síðar í einu lagi eða á stuttum tíma.
Sjá til dæmis Dietary Guidelines for Americans, 2005 útgefið af USDA.

En hvað eru 12g af hreinu alkóhóli mikið magn af áfengi til dæmis mælt í bjórflöskum? Hvað má maður drekka margar bjórflöskur á dag án þess að verða fyrir skaða?

Reikningurinn er einfaldur. Ein bjórdós er 500ml. Styrkleikinn er um það bil 5% að meðaltali. Ein bjórdós inniheldur þá 500 X 0,05 = 25 ml af víni en þar sem vín er léttara en vatn og eðlisþyngd víns er 0.785 þá eru þetta 19.6g af alkóhóli. Á sama hátt er magn af hreinu alkóhóli í einni bjórflösku  sem er 330ml um 13g.

Ráðlagður skammtur af alkóhóli á dag fyrir karlmann er því hámark tvær flöskur af bjór eða um það bil ein dós en fyrir konur er skammturinn aðeins ein flaska.

Mörgum finnst kannski skrítið að konum sé ráðlagt að drekka minna en karlmönnum, en það hefur sínar líffræðilegu skýringar sem felast m.a. í því að konur hafa annað hlutfall milli fitu og vatns í líkamanum en karlar og þær eru líka  yfirleitt minni og léttari og því verða áhrifin af alkóhólinu meiri.

Flestir vilja telja sig meðal þeirra sem kunna að fara með vín og því er gott að hafa einhverja fasta viðmiðun í því sambandi. Ein flaska af bjór fyrir konur mótsvarar líka tæplega einu hvítvínsglasi. Eitt hvítvínsglas inniheldur venjulega um 160 ml af hvítvíni (12,9% ) en það eru um 16g af hreinu alkóhóli.  Rauðvínsglas er heldur stærra og inniheldur allt að dagskammti karlmanns eða 24g af alkóhóli.

Einn snaps eða eitt skot eins og það er stundum kallað inniheldur 30ml af víni sem er um 40% sterkt. Þannig inniheldur einn snaps um 10g af hreinu alkóhóli. Karlmenn geta því fengið sér einn tvöfaldan á dag en konur einn einfaldan svo við notumst við þekkt viðmið.

pictur10

Dæmi um mismunandi áhrif alkóhóls á konur og karla gæti verið eftirfarandi:
Maður hundrað kíló að þyngd drekkur 1 bjór. Áfengismagn í blóði fer upp í ca 0,2 pr mille.
Kona 50 kílo að þyngd drekkur einnig 1 bjór. Áfengismagn í blóði hennar fer upp í 0,48 pro mille

Sumar aðrar þjóðir setja sér staðla um hófsemi sem eru nokkuð fráfrugðnir þeim bandarísku til dæmis tala bæði Svíar og Danir um vikulega skammta. Niðurstaðan er þó í aðalatriðum sú sama. Það er líklegt að Bandaríkin séu í fararbroddi í athugunum á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.  Sjá til dæmis http://www.drinkingandyou.com

Rannsóknir á skaðsemi alkóhóls eru tiltölulega nýjar af nálinni. Þær hófust ekki að marki fyrr en 1971 þegar  National Institute on Alcohol Abuse and Alcoholism (NIAAA) í Bandaríkjunum var stofnað. Rannsóknir á meðvirkni, eða þeim skaða sem áfengisneysla veldur öðrum (kallað óbein drykkja), hófust um 15 árum seinna.

Þetta er því ung grein og almenn þekking á málefninu heldur takmörkuð enn sem komið er.  Áfengi er hins vegar ekki nein venjuleg neysluvara og getur verið mjög skaðlegt ef rangt eða óvarlega er með það farið. Sjá til dæmis ágætan bækling sem Lýðheilsustöð hefur þýtt  http://www.lydheilsustod.is/media/afengi/Afengi_engin.pdf. 

hofdrykkja
 
Hætt er við að margur hafi ekki haft ofannefnd viðmið í huga þegar hann keypti sér áfengi til neyslu um verslunarmannahelgina.

Reynir Hugason 

Ég vil ekki borga brúsann!

Daglega berast fréttir í fjölmiðlum af afreksverkum brennivínsberserkja. Nýjasta afrekið er þetta.

Byssumaður var mjög ölvaður

Maður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti í nálægð við eiginkonu sína í Hnífsdal í gærkvöldi var mjög ölvaður og gisti fangageymslur lögreglu í nótt. Hann kom út úr húsinu sjálfur um stundarfjórðungi eftir tvö í nótt eftir viðræður við sérsveitarmenn.

Níu meðlimir sérsveitar Ríkislögreglustjóra fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að fregnir bárust af því að ölvaður maður með skotvopn væri á heimili sínu í Hnífsdal. Eiginkona mannsins flýði til nágranna eftir að maðurinn hleypti af skoti nálægt henni, hún ber áverka á andliti samkvæmt tilkynningu frá lögreglu, en þó minni háttar.

430094A

Vín hefur einvörðungu þau áhrif á heilabúið að lama stjórnstöðvar heilans eina af annarri. Þegar maður er kominn með 0,5 pró mill af áfengi í blóðið getur maður ekki hugsað rökrétt lengur. Getur ekki keyrt bíl til dæmis. Drekki menn meira lamast fleiri heilastöðvar og maður tapar til dómgreindinni, getur ekki greint milli rétt og rangs og hömlur hverfa. Allt getur verið leyfilegt.

Svona er nú áfengið elskulegt við okkur. Þegar við drekkum jafnast það á við að binda fyrir augun og hjóla niður Bankastræti á bremsulausu hjóli. Allt getur gerst.

Í tengslum við ofannefnt má spyrja hver eigi að borga þennan kostnað sem hlýst af svona uppákomum. Útkall sérsveitar, þyrlu, útkall brunaliðs og slökkviliðs á staðnum læknisþjónustu og fleira og fleira. Hleypur auðveldlega á milljónum króna. Er ekki bara réttlátt að dæma svona fyllirafta til að borga allan kostnaðinn.

Það sem er enn mikilvægara er þó að nota tækifærið og dæma menn til meðferðarvistar í einhver ár þegar svona alvarleg atvik koma upp. Slíkir menn eiga ekki skilið að fá að ganga lausir með bundið fyrir augun á bremsulausu hjóli á meðal okkar. Við verðu að tryggja að þeir séu edrú. Annars getum við átt von á hverju sem er.


Hvernig maður þekkir úr alkóhólista

Hann ólst upp í smábæ á Norðurlandi þar sem aldrei voru til kardimommudropar í búðinni því mamma hans drakk þá alltaf. Þetta var hans uppeldi.

Hann byrjaði að drekka eins og aðrir unglingar við 14-15 ára aldur. Þannig er það búið að vera lengi hér á landi. Þegar hann var um það bil 18 ára var hann kominn með áhyggjur af drykkju sinni og var löngu farinn að vilja hætta. Hann vann í frystihúsi staðarins og einn daginn, það var á þriðjudegi, þá stóð hann upp í kaffitíma og í borðsalnum og tilkynnti hátt og snjallt að hann væri hættur að drekka. Hann trúði því meira að segja sjálfur.

Svo vann hann alla vikuna í frystihúsinu og það var bara voða gaman og hugsaði ekki meira um málið. Á fimmtudegi kl 5.45 (vínbúðir loka kl 6) þá fær hann þá hugmynd að hann eigi ekkert áfengi fyrir helgina og það er meira að segja engin vínbúð á staðnum. Hann fer þá að pæla í því hvernig hann eigi að ná sér í vín fyrir helgina. Allt í einu uppgötvar hann að það er alls ekki fimmtudagur heldur föstudagur, og vínbúðin lokar eftir 15 mín og það eru 65 km í hana og hún er alls ekki opin á laugardögum.

Nú eru góð ráð dýr. Hann er búinn að steingleyma því að hann sagðist vera hættur að drekka og hann langar í raun alls ekki í vín. Það er ekki það sem rekur hann áfram. Heldur hræðslan við að eiga ekki vín.

Holiday

Alkóhólistar (og hann vissi ekki þá að hann væri það) deyja aldrei ráðalausir ef þá vantar vín. Hann greip símaskrána og byrjaði á A og hringdi í menn koll af kolli í stafrófsröð í bænum þar sem næsta vínbúð var þótt hann þekkti þá ekki neitt og bað þá um að fara fyrir sig í ríkið og kaupa vín. Eftir að hafa hringt í nokkra menn án árangurs fann hann einn sem lofaði að fara fyrir hann í ríkið.

Og það voru bara 15 mín í allt sem hann hafði til að redda þessu, hugsum um það!

Næst stimplar hann sig út í vinnunni og brennir í bæinn til að sækja vínið. Á leiðinni fer hann að hugsa um það að þessi maður muni nú líklega svíkja hann eða ekki takast að ná í ríkið fyrir kl 6. Hvað gerir minn maður þá? Hann þekkti engan í sveitinni í kring sem seldi landa. Hvert ætti hann að leita. Svo hann byrjar að leita og þegar hann er kominn inn á bæinn þá er hann kominn með 2 lítra af landa. Maðurinn sem lofaði að kaupa fyrir hann vín stóð við sitt og vínið beið eftir honum þar.

En hann ætlaði aldrei á fyllerí.

Svona er geðveiki alkóhólismans.


Áfengisneysla rænir menn dómgreind.

Þann 4 mars síðastliðinn varð banaslys í Hörgárdal við Akureyri um miðja nótt. Eðlilega var allt tiltækt lið kallað út og þar á meðal yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri.

Hann var reyndar ekki á vakt heldur sat heima hjá sér í makindum og var að njóta lífsins og fá sér í staupinu. Hann rauk samt af stað og brunaði á slysstað drukkinn. Félagar hans fundu af honum lykt og færðu hann til blóðprufu. Hann reyndist vera drukkinn.

bilde

Þessi maður var svo lítillækkaður og færður til í starfi og gengur nú vaktir sem óbreyttur lögreglumaður í almennu deild lögreglunnar á staðnum.

Enginn trúi ég að sé svo grænn að hann haldi að yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, maður með margra ára starfsreynslu, hafi ekki vitað að hann má hvorki keyra né koma fram í embættiserindum undir áhrifum áfengis.

Hvað varð þá til þess að þessi lögreglumaður eyðilagði ævistarf sitt með þessari fljótfærnislegu aðgerð?

Það var dómgreindarleysi augljóslega.Getur einhver efast um það? Ef grandvarir yfirmenn lögreglunnar ráða ekki við að halda sér á mottunni undir áhrifum áfengis, hvað er þá að segja um okkur hin? Af hverju keyrum við stundum undir áhrifum áfengis?

Það er sannarlega kominn tími til að mínu mati að fara að horfa á áfengið sem orsakavald en ekki sem hlutlausan þátttakanda. Við þurfum að fara að líta á áfengið sem það eitur sem það er og kenna því um að við erum rænd ollum eðlilegum viðbrögðum við neyslu þess. Stöðvar í heilanum eru einfaldlega teknar úr sambandi við neyslu og því ekki von að við getum brugðist rétt við aðstæðum.

Ein heilastöðin sem lamast við tiltölulega litla neyslu afengis stjórnar einmitt þeim hömlum sem við höfum á okkur. Þegar sú stöð lamast getum við ekki með nokkru móti greint milli þess hvað má og hvað má ekki. Mér sýnist dæmið hér að ofan með lögreglumanninn vera augljós staðfesting á því.

Á vísindavefnum má lesa þetta: ´Neðanvert á framheilanum og í heilaberkinum (prefrontal cortex) er svæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni. ´


Lærir ekki af reynslunni

Hér er aðeins ein af mörgum mörgum skýrslum sem sýna fram á að drykkja unglinga sé mun hættulegri en drykkja fullorðinna.

Harmful Consequences of Alcohol Use on the Brains of Children, Adolescents, and College Students (PDF, 69KB)
http://www.ama-assn.org/ama1/pub/upload/mm/388/harmful_consequences.pdf

----


AMA report on alcohol's adverse effects on the brains of children, adolescents and college students

...

Why is this report important?

The average age of a child's first drink is now 12, and nearly 20 percent of 12 to 20 year-olds are considered binge drinkers. While many believe that underage drinking is an inevitable "rite of passage" that adolescents can easily recover from because their bodies are more resilient, the opposite is true.

The adolescent brain

The brain goes through dynamic change during adolescence, and alcohol can seriously damage long- and short-term growth processes. Frontal lobe development and the refinement of pathways and connections continue until age 16, and a high rate of energy is used as the brain matures until age 20. Damage from alcohol at this time can be long-term and irreversible. In addition, short-term or moderate drinking impairs learning and memory far more in youth than adults. Adolescents need only drink half as much to suffer the same negative effects.

----

Þessi bullandi alkóhólisti, sem er þó bráðgáfaður og búinn að fara i meðferð og öll hans fjölskylda lika, er búinn að ganga í gegnum helvíti í áfengis- og vímuefnamálum og er ekki vitrari en svo eftir allt saman en að mæla með því að 16 ára unglingar fái að kaupa sér áfengi.

jonas

Hvernig eigum við venjulegt fólk að geta varast þetta lævísa eitur sem áfengi er þegar bestu og gáfuðustu menn í okkar röðum kunna ekki fótum sínum forráð.


Fyrir 21 ei fá þér neinn.

Þessi stúlka er indæl þótt hún sé kannski ekki talin djúpvitur benilínis. Í þessari grein kemur fram að í USA hafi þeir sem völdin hafa komist að því að unglingar þoli ver áfengi en fullorðið fólk og þess vegna er þeim bannað að kaupa áfengi til 21 árs aldurs.

Þótt stúlkukindin hafi stolist til að fá sér í tána og jafnvel farið í áfengismeðferð nú þegar þá hefur ekkert lært. Nú er hún að verða 21 árs og við það að mega drekka löglega og þá ætlar hún á ærlegt fyllerí.

Lindsay Lohan er ekta alkóhólisti, sjáið bara hugdettuna hjá henni um afmælið, en alkóhólistar læra einmitt ekki af reynslunni. Niðurstaðan verður oftast ömurleg og niðurlægjandi. Áfengissýki veldur geðveiki eða dauða. Hvað það tekur langan tíma að drepa sig á þessum sjúkdómi er mismunandi. Kannski frá 2 og upp í 20 - 30 ár. Allan tímann liggur leiðin niður á við, en 10% alkóhólista sjá þó að sér með tímanum og fá einhvern bata, oftast ekki fyrr samt en allt líf þeirra er komið í kaldakol og þeir hafa brotið allar brýr að baki sér.

Engum skyldi samt detta í hug að á þessum tímapunkti sjái Lindsay að hverju stefnir. Hún trúir því greinilega ekki enn að hún sé alkóhólisti eða skynjar ekki hvað alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur og að hann muni örugglega leggja hana að velli eins og alla aðra á undan henni sem hann nær tökum á.

Í AA bókinni stendur þetta um alkóhólisma: "Sennilega hefði enginn mannlegur máttur getað leyst okkur úr viðjum alkóhólismans."

Lindsay

 


Næsta síða »

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband