Hvað er hófleg neysla áfengis?

Það er útbreidd skoðun meðal almennings að langflestir geti drukkið vín sér til ánægju og hátíðarbrigða og án skaða fyrir sig eða umhverfi sitt.

Þetta sama fólk trúir því gjarnan að lítill hluti borgaranna, kannski 10 - 15 %, kunni ekki að fara með vín og neyti þess í óhófi sér og öðrum til skaða.

Menn vilja með þessum rökum beina athyglinni að þeim hópi neytenda áfengis sem eru í ofneyslu og hjálpa þeim til að hætta neyslu og hjálpa þeim til að ná bata. Einnig vilja menn auka forvarnir, en hvað átt er við með þeim er því miður næsta þokukennt eða óskilgreint með öllu, en það er þó mikið notað slagorð.

Við skulum nú skoða hvað sé talin hófleg neysla. Í Bandaríkjunum er hófleg neysla áfengis talin vera 24g af hreinu áfengi á dag fyrir karlmann en 12g fyrir konur. Þetta er sú neysla sem ráðlögð er sem hámark á dag til jafnaðar. Neysla umfram þetta mark er talin skaðleg bæði andlegri og líkamlegri heilsu manna. Einnig er eindregið ráðlagt frá því að safna upp ráðlögðum skammti og neyta hans síðar í einu lagi eða á stuttum tíma.
Sjá til dæmis Dietary Guidelines for Americans, 2005 útgefið af USDA.

En hvað eru 12g af hreinu alkóhóli mikið magn af áfengi til dæmis mælt í bjórflöskum? Hvað má maður drekka margar bjórflöskur á dag án þess að verða fyrir skaða?

Reikningurinn er einfaldur. Ein bjórdós er 500ml. Styrkleikinn er um það bil 5% að meðaltali. Ein bjórdós inniheldur þá 500 X 0,05 = 25 ml af víni en þar sem vín er léttara en vatn og eðlisþyngd víns er 0.785 þá eru þetta 19.6g af alkóhóli. Á sama hátt er magn af hreinu alkóhóli í einni bjórflösku  sem er 330ml um 13g.

Ráðlagður skammtur af alkóhóli á dag fyrir karlmann er því hámark tvær flöskur af bjór eða um það bil ein dós en fyrir konur er skammturinn aðeins ein flaska.

Mörgum finnst kannski skrítið að konum sé ráðlagt að drekka minna en karlmönnum, en það hefur sínar líffræðilegu skýringar sem felast m.a. í því að konur hafa annað hlutfall milli fitu og vatns í líkamanum en karlar og þær eru líka  yfirleitt minni og léttari og því verða áhrifin af alkóhólinu meiri.

Flestir vilja telja sig meðal þeirra sem kunna að fara með vín og því er gott að hafa einhverja fasta viðmiðun í því sambandi. Ein flaska af bjór fyrir konur mótsvarar líka tæplega einu hvítvínsglasi. Eitt hvítvínsglas inniheldur venjulega um 160 ml af hvítvíni (12,9% ) en það eru um 16g af hreinu alkóhóli.  Rauðvínsglas er heldur stærra og inniheldur allt að dagskammti karlmanns eða 24g af alkóhóli.

Einn snaps eða eitt skot eins og það er stundum kallað inniheldur 30ml af víni sem er um 40% sterkt. Þannig inniheldur einn snaps um 10g af hreinu alkóhóli. Karlmenn geta því fengið sér einn tvöfaldan á dag en konur einn einfaldan svo við notumst við þekkt viðmið.

pictur10

Dæmi um mismunandi áhrif alkóhóls á konur og karla gæti verið eftirfarandi:
Maður hundrað kíló að þyngd drekkur 1 bjór. Áfengismagn í blóði fer upp í ca 0,2 pr mille.
Kona 50 kílo að þyngd drekkur einnig 1 bjór. Áfengismagn í blóði hennar fer upp í 0,48 pro mille

Sumar aðrar þjóðir setja sér staðla um hófsemi sem eru nokkuð fráfrugðnir þeim bandarísku til dæmis tala bæði Svíar og Danir um vikulega skammta. Niðurstaðan er þó í aðalatriðum sú sama. Það er líklegt að Bandaríkin séu í fararbroddi í athugunum á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.  Sjá til dæmis http://www.drinkingandyou.com

Rannsóknir á skaðsemi alkóhóls eru tiltölulega nýjar af nálinni. Þær hófust ekki að marki fyrr en 1971 þegar  National Institute on Alcohol Abuse and Alcoholism (NIAAA) í Bandaríkjunum var stofnað. Rannsóknir á meðvirkni, eða þeim skaða sem áfengisneysla veldur öðrum (kallað óbein drykkja), hófust um 15 árum seinna.

Þetta er því ung grein og almenn þekking á málefninu heldur takmörkuð enn sem komið er.  Áfengi er hins vegar ekki nein venjuleg neysluvara og getur verið mjög skaðlegt ef rangt eða óvarlega er með það farið. Sjá til dæmis ágætan bækling sem Lýðheilsustöð hefur þýtt  http://www.lydheilsustod.is/media/afengi/Afengi_engin.pdf. 

hofdrykkja
 
Hætt er við að margur hafi ekki haft ofannefnd viðmið í huga þegar hann keypti sér áfengi til neyslu um verslunarmannahelgina.

Reynir Hugason 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband