Að sjóða egg í alkóhóli

Meðan ungur ég var og ég áfengi drakk
voru ánægjustundir míns lífs.
Hverja einustu me..u ég hengdi á minn klakk
hafði krónu til skeiðar og hnífs.

Svona söng ég á ungdómsárum mínum og líf mitt var eftir því.

Með tímanum eignaðist ég svo merkilegt nokk góða konu sem var mér ljúf og eftirlát en ég breytti ekki lífsmunstrinu samt því miður. Þegar hún stóð sig að því að vera farin að ræna fyrir mig einu kökudropaglasi af hreinum spíra á hverjum degi sem ég blandaði svo út í bjór og kallaði sterkan bjór. (Þetta var fyrir 1989) þá blöskraði henni og hún hætti því og sagði við mig.

Hvernig geturðu drukkið þennan andskota. Ég nota þetta sem þvottefni. Ég nota þetta til að þvo mítókondríurnar mínar. (Hún var líffræðingur) Þetta leysir upp á þér heilabúið og það verður bara grautur.

Mér þótti það kaldranalegt að segja svona við mig. Ég var bara að skemmta mér og slaka á, en man þetta alltaf síðan samt sem hún sagði.

Núna um daginn rakst ég svo á hreinsilög sem er 99% áfengi einmitt. Svo þetta er þá tilfellið! Áfengi má nota sem þvottaefni líka! Ég sem var að vona að konan hefði bara verið að hræða mig. Ef áfengi er þvottaefni eins og konan mín sagði er það þá kannski líka satt að það leysi upp á mér heilabúið?

 

alkohol

 

Best að gera smá tilraun. Í stað heila ætla ég að nota egg. Egg og alkóhól. Hvernig fer það saman?

Ef eggið verður fyrir skaða má reikna með að heilinn verði ekki fyrir minni skaða. Ef eitthvað er, er hann viðkvæmari en eggið. 

Eg stillti upp tilrauninni.

 


 

 1. Egg, 99% áfengi og skál.

 Næst hellti ég áfengi í skálina. Braut eggið svo út í skálina.

 


 

 2. Eggið er komið út í áfengið í skálinni. Takið eftir hvernig það er komin hvít slikja á eggið strax. Það er byrjað að soðna!

Nú er beðið í eina klukkustund.

 

egg4

 

 3. Eggið er soðið og tilbúið til átu.

 

 Hvað þetta kennir mér?

Ég ætla ekki að drekka áfengið í skálinni.

 

Hvað með þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já spáðu í það maður... að drekka hreinsiefni(EITUR)! takk fyrir tilraunina.

gustoli (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 11296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband