16.1.2007 | 14:39
Þroskaheftir einstaklingar
Fyrir ca 3 árum sagði yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þetta.
"Þegar ungt fólk byrjar að drekka áfengi stöðvast andlegur þroski þess og hann fer ekki aftur af stað fyrr en það hættir drykkju"
Þetta er meðal annars ástæða þess að drykkjumenn hegða sér oft eins og börn. Marga hef ég heyrt lýsa því að þegar þeir hættu að neyta áfengis (oftast af því að þeir fóru í meðferð) þá hafi þeir uppgötvað að þeir hefðu andlegan þroska á við ungling.
Áfengi ruglar boðefnabúskapnum í heilanum. Þetta virkar svona svipað eins og við hugsuðum okkur að heilinn væri tunna full af tæru vatni með mold í botninum. Á meðan vatnið er tært og unnt er að sjá í gegnum það er heilastarfsemin í lagi og maður fungerar sem venjulegur maður. Þegar maður drekkur hins vegar þá gruggast upp í tunnunni og ljósgeislarnir smjúga ekki lengur gegnum vatnið. Þá truflast boðefnabúskapur heilans.
Þegar menn verða aftur 'edrú' og vínið er farið úr blóðinu halda menn að þeir séu allsgáðir og allt sé í lagi. Það er ekki svo. Það tekur boðefnabúskapinn margar vikur að ná sér aftur, það er að segja það tekur gruggið í tunnunni margar vikur að setjast til. Á meðan eru heilastarfsemin ekki í lagi.
Margir drekka líka ofan í þetta tímabil og grugga aftur upp í tunnunni þannig að heilastarfsemin nær sér aldrei á strik. Þetta er ástæðan fyrir því að drykkjumenn verða þroskaheftir.
Meginflokkur: Áfengi | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.1.2007 kl. 17:12 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.