15.1.2007 | 22:20
Áfengisneysla eykst
Í lögum stendur þetta:
Áfengislög 1998 nr. 75 15. jún
VI. kafli. Meðferð og neysla áfengis.
18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára
Getur þetta verið sagt eitthvað skýrara? Hvers vegna er þá ekki farið að þessum lögum?
Neysla á áfengi hefur vaxið úr 4,3 lítrum á mann árið 1989 í 7,05 lítra árið 2005 eða um 63% en nú eru komnar nýar tölur úr Vínbúðinni sem segja að árið 2006 hafi hún aukist um 7,1% frá 2005 og er þá nú 7,6 lítrar alkóhóls á mann 15 ára og eldri af hreinum vínanada. Menn eru kannski ekki að kveikja á því hvað þetta er mikið en við erum nú komnir vel fram úr Norðmönnum. Duglegt fólk Íslendingar, gera hlutina með stæl.
Á sama tímabili, þessi 15 ár, hefur það orðið fínt og menningarlegt að drekka. Nýir útsölustaðir fyrir áfengi hafa verið opnaðir út um allt land. Bjór hefur komið til sögunnar. Brynningarstaðir eru nú í hverju krummaskuði. Barir eru opnir nánast allan sólarhringinn. Fjölmiðlarnir dásama drykkjuna og kalla það mest fjörið þar sem frjálslegast og mest er drukkið. Þeir sem voga sér að hafa eitthvað við þetta brennivínsfrjálsræði að athuga og vilja toga í tauminn eru kallaðir bindindispostular og reynt er að gera þá tortrygglega og hlægilega.
Siðleysið gengur það langt að krárnar voga sér að helga fjölbrautarskólunum ákveðna daga í viku hverri og skólastjórnendurnir horfa bara á og vita af þessu en þora ekki að sporna við fæti, vegna þess að það er viðtekið að unglingar drekki!
Á árshátíðum fjölbrautarskólanna er líka ákveðið teymi kennara sett til þess að taka við dauðadrukknum nemendum og leggja þá til og leyfa þeim að sofa úr sér.
Allir vita þó að það er bannað með lögum að selja fólki undir 20 ára aldri áfengi. Ekkert af þessu fólki í fjölbrautarskólunum er þó 20 ára nema því hafi þá seinkað í skóla. Hvers konar löghlýðni er þetta?
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Stórkaupmanna kom fram í Kastljósi 27. mars síðastliðinn og mælti fyrir sölu áfengis í smásöluverslunum. Hann sagði meðal annars þetta: "Vínið er vissulega neysluvara" , þetta étur hann upp ótuggið eftir postulum Evrópusambandsins en þar á bæ hafa menn hagsmuna að gæta.
Þorleifur Gunnlaugsson útskýrði þetta í grein um áfengisforvarnir í fréttablaðinu 23. mars s.l.
"Þeir sem vilja auka aðgang að áfengi hafa voldugan stuðning frá Evrópusambandinu en þar á bæ er almennt litið á áfengi út frá viðskiptasjónarmiði og sem hverja aðra neysluvöru sem ekki eigi að takmarka aðgengi að" (væntanlega vegna hagsmuna hinna fjölmörgu vínbænda sambandsins) En þá hlýtur að vakna sú spurning hvort nokkur önnur neysluvara drepi 600.000 manns á ári en það kom fram á ráðstefnu Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar í Stokkhólmi sem haldin var árið 2002. Einnig kom þar fram að fjöldi þeirra sem deyja með þessum hætti vex stöðugt og þegar við bætist fjöldi þeirra sem deyja af völdum ofbeldis og umferðarslysa tengdu áfengi (25% dauðaslysa á Íslandi) hækkar talan umtalsvert. Reyndar tengist andlát fjórða hvers Evrópubúa sem deyr á aldrinum 15-29 ára áfengisneyslu.
Vegna þess hve áfengi er talið hættulegt útnefndi meira að segja Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin það eitt árið sem óvin mannskynsins númer eitt. Það segir sína sögu!
Hvenær er nóg nóg?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Áfengi | Breytt 17.1.2007 kl. 21:47 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.