Að búa með alkóhólista

Í AA bókinni stendur þetta um hegðun alkóhólista. 

Alkóhólistinn er eins og hvirfilbylur sem ryðst með látum inn í líf annarra. Hann skilur eftir hjörtu í sárum, slítur vináttubönd og drepur hlýjar tilfinningar. Eigingirni hans og tillitsleysi hafa valdið upplausn á heimilinu. Okkur finnst sá tala gáleysislega sem segir að það sé nóg að vera bara ódrukkinn. Það má líkja honum við bóndann sem kom upp úr neðanjarðarbyrginu eftir fellibylinn og sá að heimilið var í rúst. Hann sneri sér að konu sinni og sagði: „Ég sé ekki betur en hér sé allt í góðu lagi, gæskan. Finnst þér ekki gott að stormurinn skuli vera genginn niður?

Um daginn fann ég svo þessa átakanlegu reynslusögu á netinu og þýddi. Hún er dæmigerð fyrir þau áhrif sem alkóhólismi á heimili hefur á fjölskyldulíf venjulegs fólks.

Elsku Pabbi

Ég veit að þú ert reiður af því að ég fór frá þér án þess að kveðja. Ég áleit það vera besta ráðið því ég var of hrædd til við þig til að tala um það við þig. Ég var hrædd um að ég myndi setja þig úr jafnvægi. Ég hef  verið hrædd við þig allt mitt líf. Ég hélt að það að búa hjá þér í sumar yrði mér til góðs. Ég myndi geta lifað lífinu á minn hátt hjá þér úti í ferska hreina loftinu, séð þig svolítið og náð að vera svolítið með sjúpsystur minni og kærastanum mínum.

Ég viðurkenni að það var erfitt að búa með mömmu því hún er alger taugahrúga og stundum verður hún reið af því henni finnst ég vera of mikið með kærastanum mínum. Þess vegna einmitt hélt ég að það væri góður kostur fyrir mig að búa um tíma hjá þér. Því miður var það ekki rétt ákvörðun og mér þykir það leitt. Í fyrstu gekk allt mjög vel, en svo sá ég hvernig þú komst fram við fólk og hvernig þú varst í mannlegum samskiptum.

Þú virðist ekki bera neina virðingu fyrir fólki, að minnsta kosti ekki fyrir stjúpmömmu minni og sjúpsystur. Þú barst heldur enga virðingu fyrir mömmu minni. Og þú undrast hvers vegna fólk er hrætt við þig og verður reitt út í þig og hatar þig. Það er vegna þess að þú átt mjög erfitt og líf og þér líður illa og þú þarft að taka það út á öðrum. Þú ert árásargjarn og olbogar þig áfram í lífinu og þegar þú talar við fólk þarftu helst að öskra og æpa á það í óvinsamlegum tón. Ég dró koddann upp fyrir haus þegar ég heyrði þig þramma um húsið þótt þú værir í hinum enda hússins. Ég var á nálum um það hvað hafði gert þig reiðan núna. Var það maturinn eða kettirnir eða vinnan þín. Það var alltaf eitthvað.

Ég heyrði þig heimta alla skapaða hluti af konunni þinni. Þú sagðir næstum aldrei “viltu gjöra svo vel”. Og tónnin sem þú notaðir var ekki beinlínis eins og þú elskaðir hana. Það var fremur að heyra að þarna færi bitur maður, bitur harðstjóri. Þú skipaðir líka stjúpdóttur þinni fram og aftur og enn sagðir þú aldrei viltu gjöra svo vel. Nei ekki aldeilis. Mér fannst  þú kæmir betur fram við mig, þótt þær væru líka fjölskaylda þín eins og ég. Ég grét þegar ég heyrði þig kalla stjúpsyrstur mína kuntu og pussu og grét þegar ég heyrði þig æpa á stjúpmömmu mína. Það særði mig þegar þú varst dónalegur við þær og gerðir til þeirra óréttmætar kröfur.

Enginn er fullkomin og stjúpsystir mín er með ör á öxlinni og mér er fortvitni á að vita eftir hvað það er. Hvers vegna langar hana til að flytjast að heiman eða fara í heimavistarskóla? Hvers vegna fer alltaf sínkt og heilagt heim til ömmu sinnar? Hvers vegna er mamma hennar sífellt í vörn fyrir hana? Hún er ung, hún er bara barn og hún á ekki skilið það sem þú gerir henni. Veistu hvers konar skaða þú ert að valda henni. Hún þarfnast föður sem hún getur litið upp til, ekki föður sem hún þarf að óttast. Hún er hrædd við þig. Hún er full af reiði. Ég óttast um hana. Ég reyni mitt besta til að vera til staðar fyrir hana. Hún reynir eins og hún getur að standa með sjálfri sér og standa upp á hárinu á þér og mótmæla meðferðinni á sér af því að það er eina vörnin sem hún hefur.

Í öll þessi ár hef ég haldið mér saman yfir því hvernig ég sá þig meiða mömmu þegar ég var enn mjög lítil. Yfir því hvernig þú barðir hana og kallaðir hana öllum illum nöfnum. Hvernig þú sveikst hana og hélst fram hjá henni og hvernig þú valtaðir yfir hana á allan háttt. Ég hef þagað því ég var ekki nógu sterk til að segja þér að hætta og hyggja að því hvað þú værir að gera. Þú heldur að ég muni ekkert, en ég man. Ég hugsa oft um þetta Þegar ég sé mömmu þá ég aðeins hylkið utan af þessari yndislegu konu sem einu sinni var. Ég undrast hvað hafi orðið um hana. Hvað varð um vonir hennar og drauma?

Ég ásaka þig fyrir það hvernig mamma er orðin núna. Þú bókstaflega drakkst úr henni allan lífssafa. Ég held henni sé loksins hætt að þykja vænt um þig núna. Hún elskaði þig ákaflega mikið og vildi allt fyrir þig gera en þú eyðilagðir hana. Hve oft leið henni ekki illa út af mistökum þínum lygum og reiði.

Ég get ekki hatað þig af því þú ert faðir minn. Ég get ekki breytt þér. Ég þurfti að fá mikla hjálp til að skilja að ég gæti ekki breytt þér eða mömmu og ekki jafnvel óskað þess að ég gæti það. Það meiddi mig að tala um hið liðna. En hvað gat ég gert, látið það halda áfram að naga mig að innan? Naga úr mér sálina og hjartað. Þú skalt ekki reyna að leggja mér orð í munn eða að framkalla einhverja sektartilfinningu hjá mér  Ég er búin að fá nóg af því öllu saman. Ég get ekki þagað lengur. Þú meiddir mig og nú er kominn tími til að þú finnir hvernig mér leið.

Þú getur svo sem haldið áfram að drekka þinn bjór og gráta tárum sem sem aðeins virðast koma þegar þú ert undir áhrifum. Það er í lagi mín vegna. Þú hefur kennt mér að drekka ekki vín. Ég vil alls ekki verða háð víni eins og þú ert. Þú hefur kennt mér ýmislegt, til dæmis að vera aldrei með strák sem drekkur eða beitir líkamlegu ofbeldi. Þú hefur líka kennt mér að reykja ekki.

Ég hef mínar góðu minnignar líka, pabbi. En ég man ósköp lítið frá því ég var barn. Mér er spurn hve mikið af þeim minningum ég hef blokkerað út vegna þess að þær voru svo óþægilegar. Allt og sumt sem ég get munað stundum eru leiðinlegu og óþægilegu atvikin í lífi mínu. Ég man eftir sleðaferðum og ég man eftir ferðum út í búð til að kaupa ís, en ég man líka þig vera ða hóta að drepa mömmu og og svo man ég þig taka hana kverkataki daginn eftir. Þú ruglaðir mig alveg í ríminu. Ég leit upp til þín af því þú varst pabbi minn en samt undraðist ég oft hvers vegna þú hegðaðir þér eins og þú gerðir.

Ég reyndi að fá bróður minn til að halda uppi sambandi við þig. En ég gafst upp á því. Hann var allt of hræddur við þig. Hann kunni ekki að eiga samskipti við þig því hann er mjög viðkvæm sál. En stundum var hann samt mjög reiður. Hann leitaði sér aldrei hjálpar eins og ég í staðinn lenti hann snemma í vandmálum og óreglu og var svo settur í fangelsi. Það tók mig mjög sárt að sjá hvernig fór fyrir honum en ég gat ekkert get. Hann hafði ungur byrjað að drekka og jafnvel nota eiturlyf. Hann hafði samt lofað, og við höfðum lofað reyndar þegar við vorum yngri að nota aldrei vín svo við yrðum ekki eins og þú. Ég er sú eina í fjölskydlunni sem hef haldið það loforð og það hryggir mig.

Ég reyndi alltaf að vera þér trú og trygg dóttir. Sú sem alltaf elskaði þig og vildi heimsækja þig einu sinni í viku á leiðinn í skólann. Mig langaði til að gefa þér séns og vera hjá þér núna í sumar en nú held ég að það verði ekkert úr því. Ég veit, að ef þú hefur lesið þetta bréf mitt alla leið hingað að þú ert sennilega núna bæði sár og reiður út í mig. En ég skal segja þér nokkuð. Verði þér bara að góðu þú átt það skilið. Lífið hefur aldrei verið þér auðvelt, en kannski er kominn tími til að þú hugsir um hverju þú getur breytt. Hvað getur þú gert fyrir sjálfan þig. Ég gat gert breytingar á lífi mínu þegar mér leið sem verst. Ég fékk hjálp og ég forðaðist allt sem hét alkóhól og eiturlyf og það virkaði. Ég er allavega enn á floti. Ég verð enn stundum reið og hrygg og þunglynd, en fjölskylda mín óttast mig þó ekki eða fer í felur og forðast mig.

Ég hef beðið lengi eftir að öðlast kjark til að segja þér þetta allt, heil 20 ár, og nú hef ég gert það. Það er af miklu meira að taka, atburðum sem ég man og gæti sagt þér frá, en ég held að þetta dugi til þess að þú skiljir. Ég vona að þetta bréf muni fá þig til að hugsa ofurlítið og ég veit að það mun setja þig úr jafvægi. Það mun tæplega breyta þér mikið en samt nærðu vonandi að skilja. Ef þú hefur lesið bréfið svona langt þá er ég stolt af þér. Kannski hef ég samband við þig seinna.

Þín dóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband