6.5.2007 | 17:14
Fyrir 21 ei fá þér neinn.
Þessi stúlka er indæl þótt hún sé kannski ekki talin djúpvitur benilínis. Í þessari grein kemur fram að í USA hafi þeir sem völdin hafa komist að því að unglingar þoli ver áfengi en fullorðið fólk og þess vegna er þeim bannað að kaupa áfengi til 21 árs aldurs.
Þótt stúlkukindin hafi stolist til að fá sér í tána og jafnvel farið í áfengismeðferð nú þegar þá hefur ekkert lært. Nú er hún að verða 21 árs og við það að mega drekka löglega og þá ætlar hún á ærlegt fyllerí.
Lindsay Lohan er ekta alkóhólisti, sjáið bara hugdettuna hjá henni um afmælið, en alkóhólistar læra einmitt ekki af reynslunni. Niðurstaðan verður oftast ömurleg og niðurlægjandi. Áfengissýki veldur geðveiki eða dauða. Hvað það tekur langan tíma að drepa sig á þessum sjúkdómi er mismunandi. Kannski frá 2 og upp í 20 - 30 ár. Allan tímann liggur leiðin niður á við, en 10% alkóhólista sjá þó að sér með tímanum og fá einhvern bata, oftast ekki fyrr samt en allt líf þeirra er komið í kaldakol og þeir hafa brotið allar brýr að baki sér.
Engum skyldi samt detta í hug að á þessum tímapunkti sjái Lindsay að hverju stefnir. Hún trúir því greinilega ekki enn að hún sé alkóhólisti eða skynjar ekki hvað alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur og að hann muni örugglega leggja hana að velli eins og alla aðra á undan henni sem hann nær tökum á.
Í AA bókinni stendur þetta um alkóhólisma: "Sennilega hefði enginn mannlegur máttur getað leyst okkur úr viðjum alkóhólismans."
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.