7.5.2007 | 21:57
Áfengisneysla rænir menn dómgreind.
Þann 4 mars síðastliðinn varð banaslys í Hörgárdal við Akureyri um miðja nótt. Eðlilega var allt tiltækt lið kallað út og þar á meðal yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri.
Hann var reyndar ekki á vakt heldur sat heima hjá sér í makindum og var að njóta lífsins og fá sér í staupinu. Hann rauk samt af stað og brunaði á slysstað drukkinn. Félagar hans fundu af honum lykt og færðu hann til blóðprufu. Hann reyndist vera drukkinn.
Þessi maður var svo lítillækkaður og færður til í starfi og gengur nú vaktir sem óbreyttur lögreglumaður í almennu deild lögreglunnar á staðnum.
Enginn trúi ég að sé svo grænn að hann haldi að yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, maður með margra ára starfsreynslu, hafi ekki vitað að hann má hvorki keyra né koma fram í embættiserindum undir áhrifum áfengis.
Hvað varð þá til þess að þessi lögreglumaður eyðilagði ævistarf sitt með þessari fljótfærnislegu aðgerð?
Það var dómgreindarleysi augljóslega.Getur einhver efast um það? Ef grandvarir yfirmenn lögreglunnar ráða ekki við að halda sér á mottunni undir áhrifum áfengis, hvað er þá að segja um okkur hin? Af hverju keyrum við stundum undir áhrifum áfengis?
Það er sannarlega kominn tími til að mínu mati að fara að horfa á áfengið sem orsakavald en ekki sem hlutlausan þátttakanda. Við þurfum að fara að líta á áfengið sem það eitur sem það er og kenna því um að við erum rænd ollum eðlilegum viðbrögðum við neyslu þess. Stöðvar í heilanum eru einfaldlega teknar úr sambandi við neyslu og því ekki von að við getum brugðist rétt við aðstæðum.
Ein heilastöðin sem lamast við tiltölulega litla neyslu afengis stjórnar einmitt þeim hömlum sem við höfum á okkur. Þegar sú stöð lamast getum við ekki með nokkru móti greint milli þess hvað má og hvað má ekki. Mér sýnist dæmið hér að ofan með lögreglumanninn vera augljós staðfesting á því.
Á vísindavefnum má lesa þetta: ´Neðanvert á framheilanum og í heilaberkinum (prefrontal cortex) er svæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni. ´
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.