Ég vil ekki borga brúsann!

Daglega berast fréttir í fjölmiðlum af afreksverkum brennivínsberserkja. Nýjasta afrekið er þetta.

Byssumaður var mjög ölvaður

Maður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti í nálægð við eiginkonu sína í Hnífsdal í gærkvöldi var mjög ölvaður og gisti fangageymslur lögreglu í nótt. Hann kom út úr húsinu sjálfur um stundarfjórðungi eftir tvö í nótt eftir viðræður við sérsveitarmenn.

Níu meðlimir sérsveitar Ríkislögreglustjóra fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að fregnir bárust af því að ölvaður maður með skotvopn væri á heimili sínu í Hnífsdal. Eiginkona mannsins flýði til nágranna eftir að maðurinn hleypti af skoti nálægt henni, hún ber áverka á andliti samkvæmt tilkynningu frá lögreglu, en þó minni háttar.

430094A

Vín hefur einvörðungu þau áhrif á heilabúið að lama stjórnstöðvar heilans eina af annarri. Þegar maður er kominn með 0,5 pró mill af áfengi í blóðið getur maður ekki hugsað rökrétt lengur. Getur ekki keyrt bíl til dæmis. Drekki menn meira lamast fleiri heilastöðvar og maður tapar til dómgreindinni, getur ekki greint milli rétt og rangs og hömlur hverfa. Allt getur verið leyfilegt.

Svona er nú áfengið elskulegt við okkur. Þegar við drekkum jafnast það á við að binda fyrir augun og hjóla niður Bankastræti á bremsulausu hjóli. Allt getur gerst.

Í tengslum við ofannefnt má spyrja hver eigi að borga þennan kostnað sem hlýst af svona uppákomum. Útkall sérsveitar, þyrlu, útkall brunaliðs og slökkviliðs á staðnum læknisþjónustu og fleira og fleira. Hleypur auðveldlega á milljónum króna. Er ekki bara réttlátt að dæma svona fyllirafta til að borga allan kostnaðinn.

Það sem er enn mikilvægara er þó að nota tækifærið og dæma menn til meðferðarvistar í einhver ár þegar svona alvarleg atvik koma upp. Slíkir menn eiga ekki skilið að fá að ganga lausir með bundið fyrir augun á bremsulausu hjóli á meðal okkar. Við verðu að tryggja að þeir séu edrú. Annars getum við átt von á hverju sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband