Árangur Finna af lækkun áfengisgjalds í 3 ár

Í Mbl birtist þessi frétt 2004:

Erlent | AFP | 19.2.2004 | 14:51
Áfengisgjald lækkað í Finnlandi um mánaðamótin


Alko, áfengiseinkasala Finnlands, ætlar að láta ganga á birgðir sínar næstu daga til að spara tollagreiðslur en 1. mars verður áfengisgjald á sterku áfengi lækkað að jafnaði um 33%. Það sama er að segja um ýmsa veitingastaði sem hafa ákveðið að kaupa ekki nýjar birgðir fyrir mánaðamót.

„Við ætlum ekki að tæma verslanirnar en ætlum að hafa eins litlar birgðir og mögulegt er til að draga úr kostnaði," sagði Kari Pennanen, sem stýrir neytendaþjónustu Alko.

Útsöluverð á sterku áfengi mun að jafnaði lækka um 22% þann 1. mars og verð á léttu víni og bjór mun lækka um 7.-10%. En verð á vinsælu finnsku vodka, sem nú kostar 15,50 evrur flaskan, mun hins vegar lækka um allt að 36%.

Birgjar og áfengisverksmiðjur hafa mikinn viðbúnað fyrir 1. mars og áforma að hefja að dreifa ódýra áfenginu þegar á miðnætti enda er búist við mikilli sölu. „Þetta verður eins og jólin og áramótin hjá okkur," hefur Helsingin Sanomat eftir Marja Virta, dreifingarstjóra hjá Altia brugghúsinu.

Áfengisskatturinn verður lækkaður til að stemma stigu við „áfengisferðamennsku" til nágrannalandsins Eistlands en þar er verð á áfengi um helmingi lægra en í Finnlandi.

--- 

Svo líða 3 ár og 4 ágúst í ár birtist svo árangurinn í Fréttablaðinu sem er svona:

--- 

Drykkjan fellir flesta Finna

helsinki, ap Ofdrykkja er orðin helsta dauðaorsök finnskra karlmanna á aldrinum 15 til 64 ára. Sautján prósent allra sem látast á þessu aldursskeiði hafa drukkið sig til dauða.


Ofdrykkja er einnig önnur tveggja helstu dauðaorsaka finnskra kvenna. Rúm tíu prósent þeirra eru lögð að velli af Bakkusi, svipaður fjöldi og verður undir í baráttu við brjóstakrabba. Finnska ríkisstjórnin hyggst bregðast við þessu með skattahækkunum.

Áfengisgjöld Finna verða hækkuð um 10 til 15 prósent á næsta ári og verður mest lagt á sterkt áfengi.

Árið 2004 voru gjöldin lækkuð um fjörutíu prósent til að bregðast við ásókn Finna í áfengiskaupaferðir til Rússlands og Eistlands, þar sem áfengi fæst ódýrt.

Lögregluyfirvöld hafa síðan greint frá aukinni ölvun á almannafæri og andfélagslegri hegðun.

Heilbrigðisyfirvöld bera skattalækkuninni ekki heldur góða söguna og hefur kostnaður vegna áfengistengdra heilbrigðiskvilla aukist um 14 prósent. Hann er nú 73 milljarðar króna. - kóþ


Getum við enn varið það að lækka áfengisgjald hér eins og rætt hefur verið um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband