Áfengi drepur

Loksins kom að því! Finnar hafa tekið á sig rögg og ætla nú að merkja allt áfengi sérstakalega og vara við hættunni af neyslu þess. Samanber þessa frétt á ruv.is.

--
Fyrst birt: 21.09.2007 20:41
Finnar varaðir við skaðsemi áfengis

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að láta líma viðvörunarmiða á áfengisflöskur, svipað og gert er við sígarettupakka. Miðana skal líma á flöskur með sterku áfengi, léttvínum og bjór. Þar eiga að koma fram á finnsku og sænsku upplýsingar um skaðann sem áfengisneysla getur valdið.

Heilbrigðisráðherra Finnlands segir að stefnt sé að því að byrja að líma viðvörunarmiðana á áfengisflöskur árið 2009. Ástæðan fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar er sú að samkvæmt nýrri skýrslu er áfengi og áfengisneysla ástæðan fyrir flestum dauðsföllum í Finnlandi.

 --

Brennivin-breytt

Íslendingar eru líka svolítið að ranka við sér, kannski er það mikið að þakka hinum röggsama nýja lögreglustjóra í Reykjavík.

Ólætin í miðbænum um helgar tengjast merkilegt nokk áfengisneyslu.Menn eru svona að uppgötva það og melta. Hins vegar eru menn almennt ekki búnir að hugsa þá hugsun til enda hvers konar fólk það er sem er að "skemmta" sér fram til 5 á morgnana eða lengur.

Okkur hefur ekki enn dottið í hug að það séu kannski alkóhólistar eða góð efni í alkóhólista. Það er nefnilega svo merkilegt að hófdrykkjumenn (sem við öll viljum vera) mega ekki drekka meira en 2 bjóra á dag og alls ekki á stuttum tíma og alls ekki þannig að menn finni á sér, samt er það það sem menn sækjast í eingöngu.

Meira en 2 bjórar, þá eru menn komnir yfir strikið. Þá er þetta ekki lengur hófdrykkja. Hve margir af þeim sem eru í miðbænum um miðja nótt falla í hóp hófdrykkjumanna?

Ef við komumst að því að það séu kannski ekki svo margir og að menn drekki yfirleitt mun meira en þetta þegar þeir eru úti á lífinu að "skemmta" sér. Þá erum við líka að segja um leið að þessir menn og konur séu að drekka sér til skaða, Það er viðmiðunin okkar sem er röng.

Það er búið að innprenta okkur að við eigum að drekka mikið og lengi, kannski frá 10 að kvöldi til 6 að morgni, þá sé fyrst hægt að segja að maður hafi farið út að skemmta sér. Það eu innflytjendur áfengis og brynningarmeistararnir sem innprenta okkur þetta, þeir hafa þá hagsmuni eina að leiðarljósi að ná sem mestu fé af okkur.

Sjá grein um skilgreiningu á hófdrykkju hér að framan - Hvað er hófleg neysla áfengis? - Ég sem þetta rita samdi ekki þessa skilgreiningu heldur er hún upp úr bandarískum og breskum leiðbeiningum um þetta efni eins og sést á tilvitnunum í greininni.

 Hugsum um þetta. Viljum við fara sömu leið og Finnar?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Mér finnst kannski þessi miðaleið ekki verka alveg á mig frekar en merkingarnar á sígarettupökkunum, þær verða bara til þess að fólk fer að setja retturnar í fallegar öskjur og henda umbúðunum. Kannski maður fari að sjá blindfulla menn í bænum með allskonar skrautlegar pyttlur í staðinn. Sjálfri er mér illa við áfengi og hef aldrei komist uppá lagið með þetta sull. Mér finnst heldur ekki skemmtilegt að finna á mér, ég þoli ekki þá tilfinningu að hafa ekki stjórn á mér. Hjá mér er þetta í algjöru lámarki. Og ég er innilega þakklát fyrir rassíuna sem lögreglan er að gera í bænum og loksins taka almennilega á þessu miðbæjarvandamáli.

Birna M, 25.9.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband