Andlegt ofbeldi

Áfengisneyslu fylgja óhjákvæmilega persónuleikabreytingar. Þessar breytingar eru allar til hins verra. Margir halda að þessar persónuleikabreytingar komi einungis fram hjá alkóhólistum eða rónum. Það er rangt!

Áfengisneysla veldur alltaf tjóni. Ef lítið er drukkið er skaðinn lítill ef mikið er drukkið og oft er skaðinn mikill. Ef menn byrja að neyta áfengis undir tvítugu er skaðinn enn meiri.

Allir kannast við andlegt ójafnvægi þeirra sem drekka vín að einhverju marki. Þeir verða uppstökkir og viðskotaillir. Þetta andlega ójafnvægi orsakast af vanlíðan þess sem drekkur. Hann getur ekki tekið áreiti, hann springur. Slíkt fólk fer að öskra á börnin sín ef þau eru ekki stillt, skamma maka sinn fyrir litlar eða engar sakir af því að eitthvað fer í taugarnar á viðkomandi. Hann þolir líka illa gagnrýni og bregst reiður við, og gæti t.d. líka skammað afgreiðslufólk fyrir hátt verðlag. Dómgreindin og stjórn á skapsmunum eru skert.

Þessir brestir koma fram jafnvel við litla neyslu. Í fyrstu taka samferðamenn ekki eftir þessum breytingum og fyrirgefa þær sem mistök eða sýna þeim umburðarlyndi en svo geta brestirnir orðið meira áberandi og viðkomandi er þá stimplaður sem skaphundur eða ofbeldismaður. Þessi vanlíðan og ójafnvægi og órökrétta hugsun leiðir menn líka oft út í það að beita líkamlegu ofbeldi auk andlegs ofbeldis.

Í vanlíðan sinni og vanmætti til að þola áreiti og vegna dómgreindarskorts slá menn til barna sinna eða maka.

Þessir brestir koma ekki bara fram rétt á meðan menn neyta áfengis, heldur ekki síður þegar menn halda að þeir séu allsgáðir, það er á miili þess sem þeir drekka. Brengluð boðefnaskipti í heilanum vegna neyslu áfengis valda því að heilastarfsemin kemst ekki í lag fyrr en eftir langan, langan tíma og þá eru menn vísast löngu búnir að bæta á sig meira áfengi.

Áfengi er sem sé mjög hættulegt eitur.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 11325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband