Það er til lausn

Bill og Bob
Alkóhólismi er ótrúlega hættulegur sjúkdómur og veldur afar miklu tjóni, bæði þeim sem drekkur og öðrum sem eru í nánasta umhverfi þess sem drekkur. Enginn skyldi vanmeta Bakkus sem andstæðing. Það var eitt sinn á sunnudagskvöldi að ég fór á AA fund eins og venjulega kl 10 um kvöldið. Þetta var svokallaður Bókarfundur, þá er lesið upp úr AA bókinni og aðeins er fjallað um hana og sporin. Þá hafði komið á fundinn vaskt lið úr Reykjavík eins og oft gerist. Mönnum þykir gott að lyfta sér upp og fara eitthvað annað til tilbreytingar. Þarna var sem sé ágætt fólk sem var saman í sporadeild og talaði flest á fundinum. Einn þeirra var leiðari fundarins og hann heilsaði okkur einmitt með þessum orðum. “Alkóhólismi er hættulegur sjúkdómur sem leiðir menn til geðveiki eða dauða. Ef menn vinna ekki sporin heldur geðveikin áfram og menn geta endað með því að taka líf sitt bláedrú mörgum árumn eftir að þeir settu tappann í flöskuna. Síðast í dag (sunnudag) eru minningargreinar um 2 menn í Mogganum sem ég þekkti sem báðir tóku líf sitt edrú. Til þess að það fari ekki svona fyrir mér þarf ég að vera stöðugt að vinna í túnda til tólfta sporinu. ...”

Ég hrökk við. Minningargreinar um 2 menn í Mogganum. Þetta hafði ég líka heyrt áður eða svipað, en ég taldi það áróður. Einu sinni heyrði ég mann segja á AA fundi að 13 vinir hans hefðu framið sjálfsvíg á síðast liðnu einu og hálfu ári. Ég trúði þessu ekki. Ég vissi samt að sjálfsvígstíðni og líkurnar á að verða fyrir slysi er miklu hærri hjá fólki í neyslu en hjá öðru fólki.

Ég áttaði mig jafnframt á því að ég var oft þunglyndur á mínu 10 ára edrútímabili á meðan ég hafði ekki unnið sporin, og þegar mér leið mjög illa var það einmitt það fyrsta sem mér datt í huga, að enda þetta allt bara. Þetta var mín geðveiki. Stundum var ég kominn nærri brúninni einkum í hjónabandinu með seinni konu minni, þega ég fór 4 sinnum af stað að heiman einmitt í þessum tilgangi “að enda þetta bara”. Ég held ég eigi að kenna um því, að ég var ekki að vinna í sporunum. Ég sat uppi með þetta andlega mein mitt sem ég fékk af neyslunni. Nú vona ég að ég losni við það og verði í raun eitthvað betri maður, og þess vegna vinn ég sporin af alúð og ég trúi því að þessi vinna muni gefa mér betra líf.

Meðan alkóhólistinn er í neyslu er áfengið ‘lausn’ í lífi hans. Þá er átt við það að þessum mönnum líður dagfarslega mjög illa. Það er eitthvað í sambandi við framleiðslu á heilaboðefnum, Dópamíni og slíkum efnum sem alkóhólistar hafa of lítið af þegar þeir eru ekki að drekka. (Þeir eru víst búnir að ofnota það með drykkjunni eða neyslunni og nú framleiða þeir ekki nóg af þeim undir normal kringumstæðum) Þá er vellíðunartilfinning þeirra undir normalmarkinu og þeir þurfa að ná henni upp, og eina aðferðin sem þeir kunna, er að fá sér í glas. Þá gerist það að minnsta kosti tímabundið að það er framleitt meira af þessum boðefnum og þeir fá meiri vellíðunartilfinningu og fer þá að líða nokkurn vegin eins og normalt er. Þegar þeir eru langt gegnir sem alkóhólistar dugar þetta ekki lengur og þeim líður illa hvort sem þeir eru edrú eða fullir. Þá eru þeir í sjálfheldu.

Ef alkóhólistinn “setur tappann í flöskuna”, það er hættir að drekka, án þess að gera nokkuð annað þá vantar hann “lausn”. Honum líður illa eins og meðan hann drakk og hafði ekki áfengi. Þá framleiddi líkaminn of lítið Dópamín og gerir það áfram. Hvað gerir hann þá? Jú, hann finnur sér aðra “lausn” í staðinn fyrir áfengið. Hann sökkvir sér ofan í vinnu til dæmis og verður vinnualki, eða fær einhverja ástríðu sem hann helgar líf sitt gjörsamlega. Sumir taka trú og helga líf  sit þjónustu við Guð, enn aðrir fá bíladellu og fara að kaupa sér nýja bíla og versla með bíla og hugas um bíla og gera við bíla og svo framvegis. Sumir sækja í spennu og spila í kössum eða halda framhjá eða stunda einhverja ólöglega starfsemi í laumi. Menn fá sem sé útrás í því og aukna vellíðan að helga sig einhverju viðfangsefni sem þeir geta verið vakandi og sofandi yfir svo nánast ekkert annað kemst að. Aftur eru það öfgar og ofnotkun sem eru ríkjandi þættir hvert sem viðfangsefnið er. Ég er einn af þessum og tek ástfóstri við eitthvað viððfangesefni og helga mig því svoleiðis að ég sef ekki einu sinni eða borða eðlilega á meðan það varir, en svo einhvern veginn þegar ég er búinn að ná tökum á því eða einhverri fullkomnumn, þá þarf ég annað viðfangsefni og ég leita að því og finn það og stekk á það og sama hringrásin byrjar aftur. Þannig hef ég átt margar lausnir frá mínum vanda þessi 10 ár sem ég hef verið edrú.

Einn kaflinní AA bókinni heitir einmitt “Það er til lausn”. Þá er verið að höfða til þess að það sé til raunveruleg lausn fyrir alkóhólistann sem ekki innifelur einhverja fíkn og ástríðu sem í raun er bara substitute fyrir áfengið. Lausnin sem bent er á andleg reynsla. “Fæstum geðjast að því að þurfa að líta í eigin barm, þurfa að láta af hrokanum og játa eigin bresti en þess er krafist til þess að hægt sé að ná árangri samkvæmt þessari leið.” Þessi andlega reynsla er sjaldnast eitthvað sem hellist yfir mann á augabragði og svo sé maður bara breyttur maður. Þetta gerist þvert á móti oftast með mikilli vinnu og einbeitingu. Þetta kann að virka sem hálfgert plat, en er það nú ekki.  (Ég þorði ekki að fara þessa leið í langan tíma af því ég óttaðist að þetta væri bara hugarburður og óskhyggja) Menn eignast sinn Guð og snúa af braut eigingirni, sjálfselsku og óheiðarleika og fara að gefa af sér með þvi að hjálpa öðrum alkóhólistum í stað þess að hugsa alltaf bara um sjálfa sig.

Mig langar til að útskýra svolítið nánar hvað átt er við með andlegri reynslu. Margur kann að halda að þegar maður minnist á slíkt sé maður loksins orðinn alvarlega bilaður og kominn út í eitthvert trúarrugl. Það er ekki svo. Það er reyndar útskýrt í AA bókinni hvað andleg reynsla er, t.d. í viðauka bókarinnar. Þar segir að þessi andlega reynsla sé í raun sú persónuleikabreyting sem dugi til bata. Við það að öðlast þessa andlegu reynslu þá gerbreytast lífsviðhorf manna og menn átta sig á því að þessi breyting geti varla verið þeim einum að þakka. Það gerist á fáum mánuðum sem hefði tæplega áunnist með áralöngum sjálfsaga. Menn komast að raun um þeir hafi virkjað nýtt og óvænt afl innra með sér sem þeir kenna fljótlega við hugmyndir sýnar um mátt öflugri þeirra eigin.

AA-bókin: “Flest okkar álíta að þessi vitund um mátt öflugri okkar eigin sé mergur andlegrar reynslu. Þau okkar sem eru trúuð kalla þessa andlegu reynslu vitundarsamband við Guð.

Við leggjum höfuðáherslu á að hver einasti alkóhólisti sem getur tekið heiðarlega á vanda sínum með reynslu okkar að leiðarljósi geti náð bata svo fremi að hann útiloki ekki andlegu hliðina. Það eina sem getur orðið honum að falli er óbilgirni eða áköf afneitun.

Fúsleiki, heiðarleiki og opinn hugur eru undirstaða batans. En það eru líka  ómissandi þættir. “

Þessi “lausn” er ekki skaðleg og er ekki gerfilausn eins og hinar lausnirnar sem alkóhólistinn velur. Líklega er það svo að þessi mjúka lausn, þar sem menn fá bænina, sem eykur vellíðan, og menn fá að hjálpa öðrum á óeigingjarnan hátt, sem líka eykur vellíðan, og menn fá ástæðu til þess að sýna af sér kærleik og umburðalyndi, sem enn eykur vellíðan, sé einmitt þannig að það framleiðist meira af þessum góðu boðefnum í heilanum og mönnum líði þess vegna einfaldlega betur. Þetta er þó bara mín skýring, en mér finnst hún aðlaðandi. Þessi lausn er einmitt kjarni AA. Um hana snýst allt AA starfið. Til þess að öðlast lausnina vinna menn sporin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sporin eru erfiðust. Sérstaklega þessi tólf.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2007 kl. 16:46

2 identicon

já þeir hverfa frá margir af eiginn hendi eða á annan hátt vegna neyslu og þetta er sorglegt þekki ég nú nokkra sem eru farnir  er ég ekki alkahólisti en maðurinn minn en hann er edrú í dag við vorum búinn að prufa allt en þegar við tókum trú þá fyrst fór eitthvað að virka mín reynsla er sú að trúin verður að vera með gangi þér vel það er gott að lesa það sem þú skrifar góðir punktar.

ein meðvirk (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 11329

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband