Dóp- og vínsala

Meira dóp, meira dóp, meira dóp, sungu poppararnir hér um árið. Þetta var spilað aftur og aftur í útvarpinu og ef einhver vogaði sér að kvarta sögðu þeir bara "það er ekki verið að syngja meira dóp það á að vera meira dót."

 

Á Íslandi er fínt að drekka ef maður er unglingur. Það eru bara vitleysingar sem vilja aldrei fá sér í tána. Allir vita jú að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Foreldrarnir kaupa vín handa börnunum til kenna þeim að drekka, og til þess að þau séu ekki að fara með neysluna í felur og kaupi ekki af landasölum.

 

Dópsalar smygla sér inn í raðir barna og unglinga og gefa þeim að prufa eða jafnvel svindla inn á þau dópi svo að þau festist í netinu. Stundum gerist það eftir aðeins eitt skipti svo þetta er ódýr aðferð við að ná sér í nýja viðskiptavini.

Nánast allir sem byrja í dópneyslu eru líka í dópsölu sjálfir til að fjármagna neysluna. Þeir beita sömu aðferðum við að ná sér í viðskiptavini og þeir voru beittir.

Unglingur eða barn sem byrjar í dópneyslu skemmir í sér líffærin og ekki síst heilabúið, þannig að þó hann hætti síðar neyslunni, þá er hann eftir eins og skemmt epli. Það lagast ekki aftur.

Það sem verra er, vínið hefur meiri og víðtækari eyðileggjandi áhrif á persónuleikann og líkamann en eiturlyfin. Vín er sem sé enn hættulegra en eiturlyf. Þetta segir m.a. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.

Þeir karlar eða konur sem svíkja dóp inn á börn eða unglinga eða selja þeim dóp, og einnig þeir sem selja börnum landa eða kaupa fyrir börn og unglinga vín eru því sannarlega hættulegir einstaklingar.

Hvernig stendur á því að við tökum svona létt á þessu fólki. Sums staðar eins og t.d. í Thailandi eru dópsalar skotnir ef á þeim finnst lítilsháttar magn eiturlyfja. Múslimar drekka ekki áfengi "af því að það rænir menn vitinu" Þess vegna banna þeir sínu fólki að neyta þess!

Er ekki mál til komið að við látum af þessum vestræna menningarhroka okkar. Við þykjumst vita allt betur en aðrir. Okkar vestræna frjálsa menning er best og fullkomnust af því þar er nánast allt leyfilegt finnst okkur. Múslimum finnst hún fyrirlitleg einmitt af þeirri ástæðu.

Hvernig íbúar suður Asíu meðhöndla dópsala finnst okkur barabarismi, en kannski er það einmitt ekki það, kannski er það eina ráðið að til að losa sig fljótt og vel við þá sem eitra líf barnanna okkar, og múslimar eru öfgafullir finnst okkur af því að þeir vilja ekki drekka vín. Hugsanlega vita þeir samt bara betur en við. Þeim finnst það hreint ekki vera mál hvers og eins hvort hann drekkur sig frá ráði og rænu og verður sér og öðrum hættulegur. Þeir vilja ekki leyfa mönnum svoleiðis frjálsræði.

Er ekki mál til komið að við tökum okkur saman og "lynchum" þessa dóp og vínsala sem ganga lausir á landinu og eitra fyrir börnunum okkar. Við getum gert svo margt sem er löglegt (það er jú ekki löglegt að drepa menn hér) en samt gerir þeim lífið gersamlega óbærilegt og að lokum hrekur þá annað hvort úr landi eða út í sjálfsmorð.

Það eina sem okkur vantar er leynifélag sem hefur það að markmiði að bola þessum mönnum burt úr mannlegu samfélagi. Þeir eiga ekkert annað skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 11325

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband