Mesta gremja sem ég hef heyrt um.

Vodka
Það er svo margt ótrúlega slæmt sem fylgir alkóhólisma. Ég var til dæmis að heyra erfiða sögu um gremjuna nú um daginn.

Hún fjallar um ættingja sem nú er dáinn fyrir þó nokkrum árum.  Hann átti mörg börn og drakk mikið og lengi. Að lokum gafst konan hans upp á honum og lét hann velja milli sín og flöskunnar. Hann valdi flöskuna eins og alkóhólista er háttur. Hann bjó svo í hálfgerði einangrun á drykkjumannahæli í mörg ár áður en hann dó forsmáður og fyrirlitinn og alltaf að stelast á fyllerí þótt hann þyldi það ekki og honum væri það harðbannað.

Þegar hann dó var hann grafinn eins og venja er og var grafinn í reit við hlið sonar síns sem hafði dáið 11 eða 12 ára vegna hjartagalla mörgum árum áður. Konan hafði látið taka frá þetta pláss þegar sonurinn dó vitandi að einhvern tíma yrði þörf fyrir það. Þessi náungi var af sumum virtur og þá sem skáld og fræðimaður og það voru ýmsir merkismenn sem komu til að kveðja hann vegna þess konar kynna, en lítil eftirsjá virtist vera nánustu ættingja.

Mörgum árum eftir að hann var grafinn vaknar eiginkonan upp við það að hún eigi eftir að liggja við hlið hans þegar hún deyr. Það var henni óbærileg hugsun og hún krafðist þess að maðurinn fyrrverandi yrði grafinn upp og fluttur á annan stað. Það undarlega gerðist að hún fékk það í gegn með málsókn, því hún taldist hafa borgað fyrir reitinn á sínum tíma. Hún hafði haldið utan um heimili þeirra hjóna, ekki hann.

Þetta er versta dæmið sem ég hef heyrt um gremju sem ekki hjaðnar þótt ástæðan fyrir gremjunni sé farin fyrir löngu síðan.

Gremja konunnar út í manninn sinn sem hún hafði einu sinni elskað og alið með 11 börn hafði bara vaxið með árunum, því hún hafði jú leyft að hann yrði grafinn þarna á sínum tíma.

Hún var þó fyrir löngu búin að losa sig við manninn og hún hafði ekki einu sinni séð hann síðan, en gat samt ekki hugsað sér að hann hvíldi bein sín í sama reit og hún og barnið þeirra. Þarna er í raun konan að sýna eigingirni og sjálfselsku af ekki betri tegund en alkóhólistinn, enda er það staðreynd að aðstandendur eru ekki minna veikir en alkóhólistar. Það fær maður svo sannarlega að heyra á Al-anon fundum.

Ef ég væri enn í sama gír og ég var þegar ég var í neyslu hefði ég fyrirlitið konuna fyrir þetta athæfi og aldrei viljað heyra hana eða sjá meira, en nú bara vorkenni ég henni að líða svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Konunni er mikil vorkunn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Reynir Hugason
Reynir Hugason
Ég heiti Reynir Hugason og bý á Selfossi. Hress og góður karl með skoðanir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 11328

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband